Umfangsmesta úrval hemlakerfa í yfirstærð á markaðnum
Brembo Gran Turismo (GT) diskar veita framúrskarandi hemlunarkraft í daglegri umferð, og í krefjandi akstri á vegum og á brautinni.
Hvort sem þú vilt bæta fagurfræði ökutækis þíns eða auka afköst hemlakerfisins, þá hefur Brembo Upgrade réttu lausnina.
Þessi fullkomnu hemlakerfi, sem samanstanda af íhlutum sem eiga uppruna sinn í heimi akstursíþrótta og tæknigetu sem á sér enga jafningja á markaði. Þau innihalda hreinasta form af nýjustu tækni frá Brembo.
Kerfin nota álklafa með auknum afköstum og forskriftum, allt eftir hemlakerfi ökutækisins, ásamt diskahemlum í yfirstærð með sama fjölda sérstakra eiginleika.
Þessi kerfi eru hönnuð og prófuð sérstaklega fyrir eldhuga á brautunum og fyrir ökumenn sem krefjast hámarksafkasta af ökutæki sínu, með þeim færðu framúrskarandi afköst ásamt sportlegu útliti.
Hjarta og sál kappaksturins í einum kassa.
Brembo kerfi eru hönnuð til að veita hina fullkomnu lausn fyrir einstaka eiginleika hverrar gerðar: þau eru með föstum klöfum úr áli sem festir erum með hringhverfum hætti, og með andstæðum stimplum.
Það fer eftir tegund kerfis og þeim afköstum sem krafist er en klafarnir geta annað hvort verið í tveimur hlutum, úr einni blokk eða jafnvel einni blokk unnin úr heilum málmblokkum.
Hægt er að fá diskahemlana í yfirstærð í einu lagi eða samsetta, boraða eða raufaða.
Litur er án efa mikilvægt sérkenni ökutækisins, jafnvel niður í minnstu smáatriði. Brembo hefur lagt áherslu á að nota liti til að aðgreina og styrkja sérkenni hvers ökutækis.
Þar hjálpar sífellt opnari álfelgur sem eykur sýnileika hemlakerfisins og íhluta þess.
Tuttugu og fimm ára nýsköpun í litum sem enn og aftur skipar Brembo í hóp brautryðjenda, ekki bara í tækni, heldur líka í hönnun.
Með máluðum klöfum sem eru fáanlegir í ýmsum mismunandi litum og með áberandi Brembo lógói og krosslaga raufuðum eða boruðum diskum, mun Gran Turismo settið gefa ökutækinu þínu bæði sportlegt og áberandi útlit fyrir ökumenn sem vilja að ökutæki þeirra skeri sig úr.
Klafar hver með sínu sniði
Hér er úrval af klöfum sem eru innifaldir í GT settinu, allt eftir farartæki
GT | A
GT|A tveggja-hluta klafarnir eiga uppruna sinn í vinsælustu OE notkunarmöguleikunum og sameina auðvelda uppsetningu og frábær afköst.
GT | M Einblokka klafar sem eru sérstaklega hannaðir fyrir yfirburða afköst, bæði við venjulegan akstur á vegum og á erfiðum dögum á brautinni, með einstökum stíl þökk sé sérstakri Brembo hönnun.
GT | BM
Nýjasta framsetning stíls og tækni. BM klafar eru með glænýja hönnun og stíl sem eykur enn frekar tæknilega getu Brembo GT Upgrade línunnar.
GT | S
Klafarnir eiga uppruna sinn í Brembo M6 og M4, sem eru innblásnir af kappakstri, eru fullkomnir fyrir áhugafólk um klúbbakappakstra eða aðdáendur brautardaga um helgar sem vilja bæta skilvirkni hemlunar sinnar. Harður rafhúðaður meginhlutinn, með vatnskössum í kappakstursstíl og innfelldar rykþéttingar, býður upp á bestu samsetningu af afköstum og langvarandi notkun á brautinni. Þeir eru með Brembo merki í kappakstursstíl, grafið í rauðum lit, svipað og allar keppnisvörur vörumerkisins.
GT | R
Toppurinn í Brembo GT línunni. Enblokka meginhluti klafans vélsmíðaður úr heilli málmblokk með a nikkeláferð sem fengin er að láni beint frá kappaksturklöfum sem notaðir eru í Formúlu 1 og NASCAR. Eiginleikar þeirra eru m.a. vatnskassar í kappakstursstíl og innfelldar rykþéttingar alveg eins og í GT|S línunni. Þessir klafar eru hannaðir fyrir krefjandi frammistöðu á meðan þeir halda sínum einstaka stíl.
Kynntu þér hvaða diskar í yfirstæðr eru fáanlegir í GT settunum
GT | D
Þessir diskar eru með einstakri raufahönnun sem sameinar áberandi útlit, frábær afköst og skilvirka hemlun í hvaða aðstæðum sem er. Fáanlegt í einu stykki eða fljótandi tveimur hlutum.
GT | TY1
TY1 diskahemlar þekkjast á 8 beinum raufum sem veita betri upphafssvörun (bit) og góða tilfinningu fyrir fetlinum. Þessir diskar veita betri stillingu og tilfinningu fyrir fetlinum. Fáanlegt í einu stykki eða fljótandi tveimur hlutum.
GT | TY3
TY3 diskahemlar þekkjast á fjölmörgum raufum sem veita betri upphafssvörun (bit) og góða tilfinningu fyrir fetlinum. Diskarnir eru afrakstur reynslu Brembo af hágæða kappakstri og veita betri stillingu og tilfinningu fyrir fetlinum. Fáanlegir með eða án Brembo lógósins