Styðja

Persónuverndarstefnu

FRIÐHELGISSTEFNA BREMBOPARTS

Kæri notandi,
á þessari síðu er að finna upplýsingar samkvæmt gildandi löggjöf um verndun persónuupplýsinga (reglugerð (ESB) 2016/679 eða „reglugerðin“) sem fjallar um stjórnun persónuupplýsinga þinna á vefsíðu (hér á eftir „vefsíðan“) og farsímaappi (hér á eftir „appið“) „Bremboparts“.


Ábyrgðaraðili gagna og gagnaverndarfulltrúi
Ábyrgðaraðili gagnanna, þ.e. einstaklingurinn, sem tekur ákvarðanir um aðferð og tilgang vinnslu persónuupplýsinganna, er Brembo N.V. (hér á eftir „Brembo“), með skráða skrifstofu í Amsterdam, Hollandi, og höfuðstöðvar rekstrar og stjórnsýslu í Bergamo, via Stezzano 87 - 24126 Bergamo (BG), Ítalíu. Hægt er að hafa samband við ábyrgðaraðilann í síma 035 605 2111 eða í tölvupósti á privacy@brembo.com.


Hægt er að hafa samband við gagnaverndarfulltrúann, sem hefur eftirlit með því að farið sé eftir reglugerðinni, með því að senda póst á privacy@brembo.com eða á póstfangið þar sem ábyrgðaraðilinn er með skráða skrifstofu (Via Stezzano 87, 24126 - Bergamo, Ítalíu), merkt gagnaverndarfulltrúanum.
 

Upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga
Þegar þú ferð á, skoðar eða notar þjónustu á vefsíðunni og/eða í appinu höfum við heimild til að vinna eftirfarandi gögn sem varða einstaklinga sem eru eða gætu verið skilgreindir samkvæmt gildandi löggjöf eins og kemur fram hér á eftir.


1. Gerð persónulegs svæðis og sending á fréttabréfum.


1.1 Persónuupplýsingum sem er safnað

Þú verður beðin/n um eftirfarandi upplýsingar þegar þú býrð til einkasvæði og/eða gerist áskrifandi að fréttabréfinu: 

  • Innskráningarupplýsingar: netfang, land, áhugasvið, lykilorð eða nauðsynlegar upplýsingar til innskráningar í gegnum Google- eða Microsoft-reikninga ef þú skráir þig inn á takmarkaða aðgangssvæðið í gegnum Google eða Microsoft. Hafið í huga að Google og Microsoft virka sem sjálfstæðir ábyrgðaraðilar gagna, svo notendum er bent á að skoða viðeigandi friðhelgisstefnur áður en þeir skrá sig inn en þær má finna á eftirfarandi hlekkjum:
  • Aðrar upplýsingar: það getur verið að þú verðir beðin/n um að færa inn aðrar upplýsingar á persónulega svæðinu þínu, eins og fornafn og eftirnafn, heimilisfang, gerð reiknings (einkareikningur og/eða fyrirtækisreikningur) og upplýsingar um ökutæki.

1.2 Tilgangur vinnslunnar
A) Til að þú getir stofnað einkareikning (nýskráning og aðgangur að frátekna svæðinu) og nýtt þér þá þjónustu sem í boði er (t.d. til að við getum veitt þá aðstoð sem óskað er eftir varðandi vörur okkar eða til að þú getir tekið þátt í netviðburðum og vefnámskeiðum eða annarri sérhæfðri starfsemi Brembo Expert);
B) Í markaðslegum tilgangi, til að við getum sent þér fréttabréf og sölu- og/eða kynningarefni um vörur Brembo, beiðnir um þátttöku í markaðsrannsóknum og könnunum á ánægju viðskiptavina í tölvupósti.


1.3 Hvort skylt sé að veita gögn eða ekki

Innskráningarupplýsingarnar, sem óskað er eftir í A) í liðnum á undan eru nauðsynlegar til að vinna úr beiðni þinni um nýskráningu og/eða aðstoð. Þar af leiðandi munum við ekki geta veitt umbeðna þjónustu ef þú veitir okkur ekki nauðsynlegar upplýsingar. Viðbótarupplýsingarnar, sem færðar eru inn á persónulega svæðinu, eru aðeins nauðsynlegar til að nota sumar af aðgerðum einkareikningsins og eru því aðeins nauðsynlegar til að fá viðkomandi þjónustu. 
Persónuupplýsingarnar, sem óskað er eftir í tilgangi B) í liðnum á undan eru nauðsynlegar svo þú getir gerst áskrifandi að fréttabréfinu. Þar af leiðandi færð þú ekki fréttabréfið og sölu- og/eða kynningarupplýsingar ef þú veitir okkur ekki umbeðnar upplýsingar.


1.4 Aðferð og staður vinnslunnar
Vinnsla, sem tengist þjónustu vefsíðunnar og appsins, fer fram á Evrópska efnahagssvæðinu.
Persónuupplýsingar eru að mestu unnar með sjálfvirkum hætti, samkvæmt meginreglunum um nauðsyn, lögmæti, sanngirni, meðalhóf og gagnsæi vinnslunnar og í samræmi við meginreglur um lögmæti (lagastoð). Sérstökum öryggisráðstöfunum er fylgt til að koma í veg fyrir tap á gögnum, ólögmæta eða ranga notkun og óviðeigandi aðgang.


1.5 Lagastoð fyrir gagnavinnslu

Í samræmi við tilganginn fyrir afgreiðslu á beiðni þinni og reikningnum er vinnslan nauðsynleg fyrir samningsgerð í kjölfar beiðninnar og samningsframkvæmd.
Hvað varðar markaðssetningu og sendingu á fréttabréfum og kynningar- og/eða söluupplýsingum eru gögnin aðeins unnin ef þú hefur veitt samþykki sérstaklega (sem hægt er að afturkalla hvenær sem er) eða sent sérstaka beiðni með viðeigandi beiðnieyðublaði.


1.6 Viðtakendur gagna
Gögnin eru unnin af starfsfólki Brembo, sem hefur heimild til að vinna úr gögnunum, og þjónustuaðilum fyrirtækisins, sem bjóða upp á þjónustu eins og tæknilega stjórnun á vefsíðunni og appinu og hýsingarþjónustu, í hlutverki sínu sem gagnavinnsluaðilar. Þessir aðilar starfa samkvæmt fyrirmælum frá Brembo. 
Fá má uppfærðan heildarlista yfir gagnavinnsluaðila hjá Brembo með því að nota samskiptaupplýsingar sem gefnar eru upp að ofan.

1.7 Varðveisla gagna
Eingöngu í þann tíma sem er nauðsynlegur til að vinna að þeim tilgangi eða til að uppfylla beiðni þína í samræmi við lög um gagnavarðveisluskyldur. Við vinnslu í markaðslegum tilgangi eru gögnin varðveitt þar til samþykki hefur verið afturkallað en annars í þann hámarkstíma sem lög eða sérákvæði eftirlitsstofnunar leyfa.

2. Skoðun síðunnar og notkun appsins


2.1 Persónuupplýsingum sem er safnað
Eftirfarandi gögnum er safnað þegar þú skoðar síðuna og/eða notar appið:
A) IP-tölu og stiklupplýsingum; 
B) Gögnum sem tengjast staðsetningu tækisins þíns.

2.2 Tilgangur vinnslunnar

Skoðun síðunnar og notkun appsins. Við venjulegan rekstur komast tölvukerfin og hugbúnaðarferlarnir, sem notuð eru við rekstur vefsvæðisins/appsins, yfir persónuupplýsingar til samskipta sem óbeint tengjast notkun samskiptareglna á internetinu. Slíkum upplýsingum er ekki safnað til að tengja þær við skráða aðila en það getur verið, eðli þeirra vegna, að hægt sé að nota þær til að bera kennsl á notendur með vinnslunni og með því að tengja þær við gögn í vörslu utanaðkomandi aðila. 
Undir þennan gagnaflokk falla IP-tölur eða lénsheiti tækja notenda sem tengjast síðunni og/eða nota appið. Stiklupplýsingarnar, eru notaðar til að fá nafnlausar tölfræðiupplýsingar um notkun síðunnar og til að stjórna rekstri hennar, setja inn tækni-/setuvafrakökur til að bæta virkni síðunnar og aðrar vafrakökur, eins og fjallað er um í vafrakökustefnunni, en hana má finna og lesa á eftirfarandi hlekk.
 

Staðsetning. Ef þú samþykkir að deila staðsetningu þinni með því að virkja viðeigandi aðgerð á tækinu þínu getum við hjálpað þér við að finna sérhæfðan söluaðila eða verkstæði nálægt þér. 


2.3 Hvor skylt sé að veita gögn eða ekki
Nauðsynlegt til að vafra um vefsíðuna og fá aðgang að ýmsum aðgerðum vefsíðunnar.

2.4 Aðferð og staður vinnslunnar
Vinnsla, sem tengist þjónustunni, sem fjallað er um í þessum lið, fer fram á Evrópska efnahagssvæðinu.
Persónuupplýsingar eru að mestu unnar með sjálfvirkum hætti, samkvæmt meginreglunum um nauðsyn, lögmæti, sanngirni, meðalhóf og gagnsæi vinnslunnar og í samræmi við meginreglur um lögmæti (lagastoð). Sérstökum öryggisráðstöfunum er fylgt til að koma í veg fyrir tap á gögnum, ólögmæta eða ranga notkun og óviðeigandi aðgang.

2.5 Lagastoð gagnavinnslu
Lagastoðin fyrir vinnslu persónuupplýsinganna, sem farið er fram á í tilgangi A) í lið 2.1., er þörfin á því að veita þér nauðsynleg verkfæri til að skoða síðuna og/eða nota appið og fara á þær aðgerðir sem boðið er upp á.
Hins vegar er lagastoðin fyrir vinnslu persónuupplýsinganna, sem farið er fram á í tilgangi B) í lið 2.1, samþykki þitt.

2.6 Viðtakendur gagna
Gögnin eru unnin af starfsfólki Brembo, sem hefur heimild til að vinna úr gögnunum, og þjónustuaðilum fyrirtækisins, sem bjóða upp á þjónustu eins og tæknilega stjórnun á vefsíðunni og appinu og hýsingarþjónustu, í hlutverki sínu sem gagnavinnsluaðilar. Þessir aðilar starfa samkvæmt fyrirmælum frá Brembo.  
Fá má uppfærðan heildarlista yfir gagnavinnsluaðila hjá Brembo með því að nota samskiptaupplýsingar sem gefnar eru upp að ofan.

2.7 Varðveislutími gagna
Allan þann tíma sem þú skoðar síðuna og allan þann tíma sem þú notar appið.

Brembo býður notendum vefsíðunnar og appsins einnig upp á að bera kennsl á einkenni og tæknilýsingu bílsins (eins og klossa og hemla, diska og skálar, skó, o.s.frv.) og hvaða vörur frá Brembo hægt er að nota. Þú þarft að færa inn bílnúmerið þitt til að nota þessa þjónustu. Það er nauðsynlegt til að fá (í gegnum opinberar skrár) nauðsynlegar tæknilegar upplýsingar (í tengslum við tegund, árgerð, vél, framleiðsluár) svo við getum veitt þér réttar upplýsingar. Aðeins verður unnið úr gögnunum þegar unnið er úr beiðninni og mun Brembo hvorki geyma þau né framkvæma frekari greiningu á þeim né verða þau tengd skráningarupplýsingunum þínum.

Réttindi skráðra aðila
Þú hefur heimild til að fá aðgang að persónuupplýsingunum þínum á rafrænu formi hvenær sem er og þér að endurgjaldslausu á tölvutæku formi (réttur til aðgangs) og biðja okkur um að senda þér til annars ábyrgðaraðila gagna (flutningshæfni gagna), þar sem svo á við, ásamt því að láta leiðrétta þær, uppfæra, bæta við þær (réttur til leiðréttingar) eða eyða þeim (réttur til eyðingar) (með fyrirvara um undantekningar). Hafið í huga að beiðnir um eyðingu á gögnum eru háðar lögum um skyldu okkar til varðveislu á skjölum samkvæmt gildandi lögum og reglum. 
 
Ef úrvinnsla á upplýsingunum þínum byggir á samþykki áttu rétt á því að afturkalla samþykki þitt hvenær sem er, þar sem svo á við (réttur til afturköllunar á samþykki). Þú getur ákveðið hvenær sem er að fá ekki frekari kynningar-/markaðsefni og hafnað þannig vinnslu upplýsinga þinna í markaðssyni (réttur til andmæla).  Þú getur líka takmarkað vinnslu á gögnunum þínum eða nýtt þér ofangreindan rétt með því að senda beiðni á gagnaverndarfulltrúann á privacy@brembo.com eða í pósti til Brembo N.V. á heimilisfangið fyrir höfuðstöðvar rekstrar og stjórnsýslu, sem finna má að ofan, merkt gagnaverndarfulltrúanum. Þegar þú hefur samband við okkur ættir þú að tilgreina nafn þitt, tölvupóst, póstfang og/eða símanúmer svo við getum afgreitt beiðni þína með réttum hætti. 
Persónuverndarstefna">